Írskir Dagar

úff það var nú meira helgin,Ísey vinkona hennar Elínar og kærastin hennar Summi gistu hjá okkur,föstudagurinn var nú frekar rólegur,drukkum allmarga bjóra eða allavega ég hehe kíktu á tónleikana (ný dönsk var akkurat að spila) vorum þar í smá tíma og kíktum svo aftur heim,gerðist ekki mikið eftir það enda allir frekar þreyttir.

Næsta dag vakna ég alveg hrikalega þunnur,vaknaði frekar seint :) skreið uppí sófa og ég og summi horfðum á áhugaverðan þátt um krókódíla og varð summi solldið æstur þegar þeir voru að gera það ;) hahaha ég fékk mér svo afréttara en var ennþá frekar þunnur,svo komu stelpurnar heim aftur og þá hafði einhver álfur bæst í hópinn semsagt fanney og hún ætlaði líka að gista,elín keypti handa mér ljótasta flottasta bangsann sem ég hef séð,við fórum svo um kveldmatarleitið á skútuna og ég fékk mér almennilegann þvinnkuborgara…nammi!

eftir það var farið á tónleika í skrúðgarðinum,þar var írsk hljómsveit að spila,þarna var semsagt fólkið sem týmdi ekki að borga sig inná lopapeysu ballið (4000 kall miðinn) hehe svo var fanney orðin smá ölvuð og byrjuð að dansa og dansa og dansa,ég var ennþá skelþunnur þótt ég hafi drukkið kaptein í kók,við vorum alveg þartil tónleikarnir voru búinir og ákváðum þá bara að fara heim og hafa eldhús partý í smátíma,ég drakk nokkra bjóra í viðbót og loksins var þvinkan farin…JESSS og meira að segja orðin nokk ölvaður ;)

við ákváðum svo bara að skella okkur út og kíkja fyrir utan þarsem ballið var,það var slatti af fólki en við fórum bara niðrað höfninni og við tók hinn mesti fíflagangur sem ég hef tekið þátt í lengi,það var stuð sko :D takk fyrir þessa frábæra helgi ;)

jæja þá er komið að sunnudeginum….ég vaknaði svo hrikalega ógeðslega þunnur að ég þurfti gatorade til að hjálpa mér að vakna,skreið líka ekki á fætur fyrr en um 3-5 leitið haha þá tók við grill og mamma hennar elínar og bróðir hennar voru komin í heimsókn.

til enda þessa sögu þá var ég þunnur í 2 daga

Fært undir Blogg. Engin ummæli »